Verkið er enn ófundið.
Verkið er enn ófundið.
Rannsóknarlögreglan í London handtók á miðvikudaginn karlmann, grunaðan um þjófnað á Banksy- götuskilti sem metið er á 500 þúsund pund eða um 87 milljónir íslenskra króna. Skiltinu var stolið um hábjartan dag á Þorláksmessu á horni Commercial Way í hverfinu Peckham í suðausturhluta London

Rannsóknarlögreglan í London handtók á miðvikudaginn karlmann, grunaðan um þjófnað á Banksy-
götuskilti sem metið er á 500 þúsund pund eða um 87 milljónir íslenskra króna. Skiltinu var stolið um hábjartan dag á Þorláksmessu á horni Commercial Way í hverfinu Peckham í suðausturhluta London. Glæpurinn var framinn í vitna viðurvist aðeins klukkustund eftir að Banksy staðfesti á Instagram að verkið væri eftir hann.

Listaverkið sýnir hefðbundna stöðvunarskyldu (STOP) en yfir bókstöfunum svífa þrír hvítir herdrónar. Túlka flestir verkið sem ákall um vopnahlé á Gasa.

Á myndbandsupptöku sem náðist af þjófnaðinum má sjá tvo menn klippa á festingarnar aftan á skiltinu og ganga hröðum skrefum í burtu. Athygli vakti að mennirnir gerðu enga tilraun til að hylja andlit sitt.