— The New York Times/Gregg Vigliotti
Stormur af fimmta styrkleika á Saffer-Simpson-kvarðanum myndaðist yfir öllum úthöfunum sjö í fyrsta skipti á sama árinu. Þar er átt við fellibylji sem ná 70 metra hraða á sekúndu. Veðurfræðingar röktu fellibylji á hafsvæðunum sjö, sem mynda Atlantshaf, Kyrrahaf og Indlandshaf

Stormur af fimmta styrkleika á Saffer-Simpson-kvarðanum myndaðist yfir öllum úthöfunum sjö í fyrsta skipti á sama árinu. Þar er átt við fellibylji sem ná 70 metra hraða á sekúndu. Veðurfræðingar röktu fellibylji á hafsvæðunum sjö, sem mynda Atlantshaf, Kyrrahaf og Indlandshaf. Sérfræðingar segja að hlýnun sjávar eigi þátt í fellibyljavirkninni í ár. Á myndinni sést hvar tré liggur á bíl í Harwich í Massachusetts eftir fellibylinn Lee sem gekk yfir í september. Hann náði styrkleikanum fimm, en hafði gengið eitthvað niður þegar hann skall á Harwich.