Vísindamönnum tókst að bora niður í möttul jarðar í maí og ná fjölda sýna í fyrsta skipti af þéttu grjótinu sem þar er að finna. Þetta hefur margoft verið reynt allt frá 1961 en ekki tekist fyrr en nú

Vísindamönnum tókst að bora niður í möttul jarðar í maí og ná fjölda sýna í fyrsta skipti af þéttu grjótinu sem þar er að finna. Þetta hefur margoft verið reynt allt frá 1961 en ekki tekist fyrr en nú. Notað var borunarskip sem siglt var að stað þar sem möttullinn hefur þrýst sér nær hafbotninum vegna flekanúnings nærri Atlantshafshryggnum á svæði sem kallast Moho. Sýnin gefa jarðfræðingum kost á að átta sig nánar á því hvað nákvæmlega er að finna undir jarðskorpunni.