Eintak Chopra af Gitanjali.
Eintak Chopra af Gitanjali. — MPR
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Engin hlutur er verðmætari en sá sem vekur tilfinningu undursamleika. Ég upplifði þá tilfinningu óvænt þegar uppáhaldsfrændi gaf mér eintak af Gitanjali eftir Rabindranath Tagore þegar ég var 17 ára

Engin hlutur er verðmætari en sá sem vekur tilfinningu undursamleika. Ég upplifði þá tilfinningu óvænt þegar uppáhaldsfrændi gaf mér eintak af Gitanjali eftir Rabindranath Tagore þegar ég var 17 ára. Það væri kosmísk hógværð að kalla hana ljóðabók. Halda má fram að Tagore sé fremsta bengölskumælandi ljóðskáld 20. aldar og hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1913 fyrir enska þýðingu þessarar litlu bókar.

Gitanjali sem þýða má úr bengölsku sem „söngfórnir“ er eina bókin, sem mér finnst að myndi breyta heiminum ef allir læsu hana. Við glímum nú við að finna von og merkingu á erfiðum tímum og ég tel að kveðskapur Tagores geti læknað þennan sjúkdóm sálarinnar, alvarlegasta mein okkar tíma.

Ég hef nú átt þessa bók mestallt mitt líf. Innblástur hennar hjálpaði mér að komast yfir persónulega kreppu í læknanáminu. Hún blés mér í brjóst virðingu fyrir mannkyni – Tagore trúði ekki aðeins að heimurinn væri samsafn stjarna og sólkerfa, heldur byði hann upp á tækifæri til að mæta guði á hverju augnabliki. Ég lærði uppáhaldsljóðin mín í bókinni utan að og lærði meira að segja aðeins í bengölsku til að komast nær þessari miklu sál.

Tagore á í ástarsambandi við hið guðlega í öllum hlutum, frekar en að hann tilbiðji Guð. Hann var fyrsta skáldið utan Evrópu til að hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum og varð strax þekktur um allan heim. Auk frægðar Gitanjali gat hann sér orð sem viskuþulur. Þegar Tagore og Albert Einstein hittust 1930 var fjallað um það í fjölmiðlum sem samruna tveggja mikilla andans manna þar sem heimar ljóðsins og vísindanna hefðu runnið í eitt.

Nafn Tagores hefur aldrei dvínað á Indlandi. En á Vesturlöndum eftir tvær heimsstyrjaldir, kreppuna miklu og helförina hefur fennt yfir boðskap hans um alheimsást og nærveru hins guðlega í daglegu lífi. Ástin hafði að því er virtist ekkert vald yfir hörðum heimi veruleikans. Hinn kosturinn er, eins og Tagore myndi sjá það fyrir sér, andlegur tómleiki og vonleysi. Það hefur verið eitt af persónulegum markmiðum mínum að koma Gitanjali aftur á stall í sameiginlegri vitund okkar. Ég á ekki von á að það muni nokkurn tímann breytast.

Deepak Chopra er rithöfundur, andlegur ráðgjafi og talsmaður samþættra lækninga.

© 2023 The New York Times Company og Deepak Chopra