Maí Karl III. og drottning hans, Camilla, voru krýnd 6. maí í Westminster Abbey. Athöfnin fór fram samkvæmt fornum hefðum og má rekja suma þætti hennar aftur til miðalda. Skipuleggjendur bættu þó við ýmsum nýstárlegri þáttum, þar á meðal heillaóskum forustumanna ýmissa trúarbragða, kvenbiskupum úr ensku biskupakirkjunni og sálmum, sem sungnir voru á ýmsum tungumálum. Krýningin var sú fyrsta á Bretlandi á þessari öld og stóð sjónarspilið í fjórar klukkustundir. Elísabet II. var krýnd drottning árið 1953. Athöfninni lauk með því að listflugdeild konunglega breska flughersins flaug yfir á meðan Karl konungur, Camilla drottning og konunglega fjölskyldan fylgdust með og veifuðu af svölum Buckingham-hallar.