— Jackie Dives/The New York Times/Jackie Dives
september Hardeep Singh Nijjar, leiðtogi aðskilnaðarhreyfingar síka á Indlandi, var skotinn niður í júní fyrir utan bænahús síka, sem nefnast gurdwara, í Bresku Kólumbíu í Kanada þar sem hann var ríkisborgari

september Hardeep Singh Nijjar, leiðtogi aðskilnaðarhreyfingar síka á Indlandi, var skotinn niður í júní fyrir utan bænahús síka, sem nefnast gurdwara, í Bresku Kólumbíu í Kanada þar sem hann var ríkisborgari. Morðið kveikti spennu milli Kanada og Indlands og náði hún hámarki í september þegar Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada sakaði indversk stjórnvöld um aðild að tilræðinu. Eftir að Kanadamenn vísuðu yfirmanni öryggismála í indverska sendiráðinu úr landi svöruðu Indverjar með því að reka kanadíska stjórnarerindreka og starfslið þeirra úr landi og hættu að veita Kanadamönnum vegabréfsáritanir. Málið flæktist enn þegar í ljós kom að bandarískir embættismenn hefðu látið stjórnvöld í Ottawa fá upplýsingar um morðið á Nijjar. Þótt Bandaríkjamenn deili reglulega upplýsingum, sem þeir telja að muni gagnast bandamönnum þeirra, þar á meðal Kanada, hefur Joe Biden forseti lagt sig fram um að skaprauna ekki Indverjum, sem þeir telja lykilbandamenn sína, ekki síst nú þegar Kínverjar eru farnir að bíta í skjaldarrendur í Asíu. Maðurinn á myndinni stendur við mynd af Nijjar, sem komið var fyrir til minningar um hann í Bresku Kólumbíu.