— Reuters/Kim Kyung-Hoon
Í fyrsta skipti frá því skráning hófst hefur minnst einn af hverjum tíu íbúum Japans náð 80 ára aldri, samkvæmt tölum frá Japan. Heilbrigðiseftirlit Japans greindi frá þessu í júní og kom einnig fram að árið 2022 hefði fæðingartíðni í landinu verið…

Í fyrsta skipti frá því skráning hófst hefur minnst einn af hverjum tíu íbúum Japans náð 80 ára aldri, samkvæmt tölum frá Japan. Heilbrigðiseftirlit Japans greindi frá þessu í júní og kom einnig fram að árið 2022 hefði fæðingartíðni í landinu verið sú lægsta frá því að byrjað var að halda skrár árið 1899. Í Japan búa rúmlega 125 milljónir manna og eru landsmenn hvergi eldri. Á myndinni sjást Mutsuhiko Nomura, miðherji Rauðu stjörnunnar, og félagar hans skála eftir fyrsta leikinn í KFL 80-deildinni í Tókýó í apríl. KFL stendur fyrir knattspyrna fyrir lífstíð og er deildin, sem hóf göngu sína í ár, fyrir iðkendur áttatíu ára og eldri.