Stafræn mynd eftir Sougwen Chung. Titillinn er „Pulse Sediments (Ground Truths Series)“.
Stafræn mynd eftir Sougwen Chung. Titillinn er „Pulse Sediments (Ground Truths Series)“.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Með hverju stigi þróunarinnar finnst mér spurningunum fjölga og svörunum fækka.

Sougwen Chung

er kínversk-kanadískur listamaður og stofnandi og listrænn stjórnandi Sicilet, vinnustofu í London þar sem rannsóknir eru gerðar á samvinnu manns og vélar.

Hvar byrjar gervigreindin og okkur sleppir? Ég hef verið að hugsa um þessa spurningu – skilin milli vélanna og sköpunar mannsins – um langt skeið. Í list minni stýra línur hvernig hlutir leggjast yfir undirlagið. En hvað gerist þegar vélar draga þessar línur?

Ég hóf för mína í samsköpun árið 2015. Það tók tvö ár að skanna rúmlega 20 ára vinnu í teikningum af vandvirkni inn í kerfi, sem ég þróaði til að þjálfa síkvikt taugakerfi. Taugakerfið stýrir hreyfingum D.O.U.G., sem stendur fyrir Drawing Operations Unit: Generation 2, vélmennis, sem ég smíðaði til að teikna með mér. Frumraun okkar var 2017. Í dag held ég áfram að prófa tæknina, sem er að koma fram, lífskynjara, tölvusjón, sýndarveruleika og sérsmíðaðar vélar. Næstum áratugur er liðinn. Öll þessi tæknilega aðlögun fær mig til að velta fyrir mér hvað verði um mannshöndina.

Á árunum eftir kórónuveirufaraldurinn hef ég orðið vitni að því að starfssystkini mín hafa lokað vinnustofum sínum út af vonbrigðum eða raunsæi eða hvoru tveggja. Um leið hafa vöxtur á stafræna listmarkaðnum vegna NFT (non-fungible token) eða tækni sem gerir verk óútskiptanleg, rafmynta og framleiðinna gervigreindarkerfa, sem geta búið til myndir, orðið kveikjan að því að komin er fram ný kynslóð stafrænna listamanna og sprottið hafa upp ný stúdíó, sem blómstra.

Þetta eru skrítnir tímar til að vera í listsköpun. 2023 var uppreisn í faginu – allt frá 148 daga verkfalli handritshöfunda í Bandaríkjunum til réttmætrar fordæmingar listamanna á notkun upplýsingar til að þjálfa gervigreind án þeirra samþykkis. Það eru ekki fréttir að rannsakendur hafa varað við hættunum af gervigreind. Það liggur fyrir. Annar vandi er að ekki er öllum kunnugt um hinn dulda kostnað við að safna þeim upplýsingum, sem notaðar eru til að skilja umfangsmikil tungumálalíkön á borð við GPT-4 frá OpenAI. Um leið hefur tenging vaka við að búa til myndir og kóða þær orðið til að nýtt samband milli texta og myndar nýtur hylli. Nú geta fleiri en nokkru sinni átt samskipti í gegnum sjónmiðil þannig að kominn er nýr vettvangur til að kynnast kóðun. ChatGPT getur verið hjálparhella, sem hægt er að tala við, og auðveldað að mynda sambönd milli gervigreindarkerfa og manna.

Í öllu uppnáminu er auðvelt að gleyma að gervigreindin er ekki einhöm frekar en náttúruleg greind. Ég er farin að líta á mína nálgun að læra í gegnum kerfi – hvort sem þau teljast greind eða ekki – sem skapandi hvata. Það er merking í upplýsingum, en það er ekki sú merking, sem okkur er gefin, heldur sú merking sem við búum til.

Fyrir mér helst það að gefa einhverju merkingu og tilraunastarfsemi í hendur. Í verkinu „Process Study – Structure from Motion“ er ég að gera tilraunir með nýja leið til að ná umhverfinu. Tæknin nefnist „gaussískar skvettur“, sundurlaus skönnun á þrívíðu rými. Hún nemur form af hreyfingu og gefur af sér þétta endurmynd af hlutum, sem í mínum augum gefur einnig af sér smíðisgripi eins og í málverki og eru draugalegir ásýndum. Ég laðast að þessari nálgun út af framtíðarmöguleikunum – nýrri beitingu verklegrar gervigreindar (embodied AI) – sem og virkni hennar nú þegar. Hún sýnir hvað stafræn framsetning er ófullkomin og áferð kerfisins býður upp á sitt afbrigði af fegurð.

Fegurð og viðkvæmni eru jarðtenging tilrauna minna, sem snúast oft um að deila tíma og rúmi með vélum við listsköpun. Ég hef skrásett þá þróun með gjörningum, myndskeiðum og vinjettum úr vinnustofu minni. Fyrir mér er teikning leið til að vera til í veröldinni. Þegar ég teikna og skapa með vélunum mínum gerir sköpunarferlið mér kleift að vinna með tækninni um leið og líkamleg eðlisávísun mín býr til nokkurs konar samskipti bendinga. Að sýna þetta ferli þegar það á sér stað gefur færi til nánari skoðunar.

Nýlega lauk ég því sem kalla mætti fimmtu kynslóðina á vélmennaferð minni. Samt finnst mér eins og við séum rétt að byrja í þessari gerð listar og að öðlast skilning á hlutverki tækni í list. Allt frá eftiröpun, til minnis, til að safna saman borgarumhverfinu, til hins víða rófs lífrænnar endurgjafar, með hverri kynslóð opnast nýr verkfærakassi tæknilegrar hæfni og sambandið milli manns og vélar verður sterkara. Með hverju stigi þróunarinnar finnst mér spurningunum fjölga og svörunum fækka.

Þegar ég mála með vélmennunum í vinnustofunni minni vona ég að eitthvað af þeirri spennu sem skapast skili sér í hina máluðu línu, hið sjónræna verk á striganum. Fólk bregst oft við list minni með því að spyrja: „Getur gervigreind verið skapandi?“ Upp á síðkastið er ég hætt að vera viss um að það sé spurningin sem við ættum að spyrja.

Listamenn hafa þau forréttindi að bregðast við félagslegum og pólitískum hræringum sinna tíma. Ég hef verið að hanna annars konar form af vélum innblásin af náttúrunni, af tengingunni milli manns og vélar þannig að úr verði vistfræðileg leiðsögn. Þegar ég þróa þessar verðandi útlínur er hin teiknaða lína fasti, sem alltaf er þungamiðjan. Það er línan, sem kannar möguleika samstarfsins milli manns og vélar, mun draga fram hvernig vélin getur verið hvati, aðstoðarflugmaður og félagi. Ef ég hef lært eitthvað af áratug á þessu ferðalagi er það að listin getur hjálpað okkur að spyrja betri spurninga: Getur hugurinn náð utan um von og ótta samtímis? Hvernig getum við skilið væntingarnar, hætturnar og vænisjúkan óttann við byltingar í tækni á sama tíma?

Hvar sleppir gervigreindinni og hvar byrjum við?

© 2023 Sougwen Chung

Höf.: Sougwen Chung er kínversk-kanadískur listamaður og stofnandi og listrænn stjórnandi Sicilet, vinnustofu í London þar sem rannsók