— Morgunblaðið/Eggert
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður fjöldahjálparstöðva, sagði hlutina eftir rýmingu Grindavíkur hafa gengið vel fyrir sig. Gylfi var á línunni í þættinum Skemmtilegri leiðin heim. „Það þekkja allir sitt hlutverk og þess vegna gengur þetta fumlaust fyrir sig,“ sagði Gylfi

Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður fjöldahjálparstöðva, sagði hlutina eftir rýmingu Grindavíkur hafa gengið vel fyrir sig. Gylfi var á línunni í þættinum Skemmtilegri leiðin heim. „Það þekkja allir sitt hlutverk og þess vegna gengur þetta fumlaust fyrir sig,“ sagði Gylfi. „Fólk nánast steig ölduna þegar það var að koma til okkar. Það var eins og fólk væri sjóveikt og ég hélt á tímabili að einhverjir væru drukknir, sem betur fer reyndist það ekki vera. Þá höfðu þau upplifað marga jarðskjálfta í einu.“ Lestu meira á K100.is.