— The New York Times/James Hill
Mars Mótmælendur fjölmenntu á götum úti í París og efnt var til verkfalla um allt Frakkland seint í mars. Mótmælin, sem á köflum leystust upp í ofbeldi, voru skipulögð til að andæfa áformum franskra stjórnvalda um breytingu eftirlaunaaldurs

Mars Mótmælendur fjölmenntu á götum úti í París og efnt var til verkfalla um allt Frakkland seint í mars. Mótmælin, sem á köflum leystust upp í ofbeldi, voru skipulögð til að andæfa áformum franskra stjórnvalda um breytingu eftirlaunaaldurs. Emmanuel Macron Frakklandsforseti ákvað að hækka eftirlaunaaldur franskra launþega úr 62 árum í 64 ár og fjölga þeim árum, sem Frakkar þurfa að hafa verið á vinnumarkaði til að fá full eftirlaun. Macron heldur því fram að eftirlaunakerfi landsins hrynji verði þessar breytingar ekki gerðar. Verkalýðsleiðtogar voru fullir vandlætingar yfir því að Macron beytti sérlögum til að koma lögunum í gegn án þess að atkvæði yrðu greidd í neðri deild þingsins. Hann staðfesti hið óvinsæla frumvarp í apríl.