Kim Jong Un
Kim Jong Un
Allt bendir til þess að nýr kjarnakljúfur í aðalkjarnorkustöð Norður-Kóreu verði fullknúinn næsta sumar að sögn varnarmálaráðherra Seúl, Shin Won-sik. Rafael Grossi, yfirmaður kjarnorkustofnunar Sameinuðu þjóðanna, sagði í síðustu viku að þetta væri …

Allt bendir til þess að nýr kjarnakljúfur í aðalkjarnorkustöð Norður-Kóreu verði fullknúinn næsta sumar að sögn varnarmálaráðherra Seúl, Shin Won-sik. Rafael Grossi, yfirmaður kjarnorkustofnunar Sameinuðu þjóðanna, sagði í síðustu viku að þetta væri áhyggjuefni og þessi nýi léttvatnskjarnakljúfur væri fær um að framleiða plúton, sem er aðalefni kjarnorkuvopna.

Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu gaf nýlega ráðamönnum fyrirmæli um aðgerðir til að valda usla í Suður-Kóreu á nýju ári, samkvæmt upplýsingum njósnastofnunarinnar í Seúl. Þá hvatti Kim til þess að hernaðarundirbúningi yrði hraðað, m.a. í kjarnorkuáætlun landsins, til að sporna gegn „fordæmalausum og ögrandi“ aðgerðum Bandaríkjastjórnar gegn Norður-Kóreu.