Google-lógóið
Google-lógóið
Fyrirtækið Google gekk til samninga í málaferlum um friðhelgi einkalífs notenda vafrans í gær áður en málið fór fyrir dóm. Peningakrafan í málinu er upp á a.m.k. fimm milljarða dala, eða sem nemur 680 milljörðum íslenskra króna, en málið var upphaflega höfðað árið 2020

Fyrirtækið Google gekk til samninga í málaferlum um friðhelgi einkalífs notenda vafrans í gær áður en málið fór fyrir dóm. Peningakrafan í málinu er upp á a.m.k. fimm milljarða dala, eða sem nemur 680 milljörðum íslenskra króna, en málið var upphaflega höfðað árið 2020. Málið snýst um að Google hafi brotið gegn friðhelgi einkalífs notenda með því að „viljandi“ blekkja þá með svokölluðum huliðsham eða incognito-ham í vafranum, sem gæfi notendum falska öryggiskennd um að gögnum um þá væri ekki safnað.