Apríl Finnar voru boðnir velkomnir í Atlantshafsbandalagið 4. apríl, á 74 ára afmæli þess. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna tók í hönd Pekkas Haavistos utanríkisráðherra Finnlands í höfuðstöðvum NATO og bauð Finna velkomna í bandalagið að viðstöddum Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO. Það markaði tímamót í alþjóðastjórnmálum þegar Finnar ákváðu í skyndi að ganga formlega í NATO og gerast 31. landið í bandalaginu. Styrkti þetta vestræna samstöðu gegn innrás Rússa í Úkraínu og var öflug, táknræn umvöndun við Rússa og andstöðu þeirra við stækkun NATO. Viðbót Finnlands styrkir stöðu bandalagsins meðfram landamærum Rússlands. Búist er við að Svíar, sem eru með sterk félagsleg og efnahagsleg tengsl við Finnland, gangi í NATO 2024.