Mikkar Frumútgáfurnar af Mikka Mús og Mínu Mús verða brátt öllum frjálsar til afnota.
Mikkar Frumútgáfurnar af Mikka Mús og Mínu Mús verða brátt öllum frjálsar til afnota. — AFP/Robyn Beck
Stærsta og þekktasta afþreyingarfyrirtæki heimsins, Disney, kveður eina af sínum skærustu stjörnum á nýju ári þegar höfundarréttur fyrirtækisins á frumútgáfu Mikka Músar fellur úr gildi 1. janúar. The Guardian greinir frá

Stærsta og þekktasta afþreyingarfyrirtæki heimsins, Disney, kveður eina af sínum skærustu stjörnum á nýju ári þegar höfundarréttur fyrirtækisins á frumútgáfu Mikka Músar fellur úr gildi 1. janúar. The Guardian greinir frá.

Eins og sjá má á myndinni hefur Mikki Mús gengið í gegnum ýmsar breytingar á tæpum 100 árum en það er sú útgáfa fígúrunnar sem birtist í kvikmyndinni Steamboat Willie frá árinu 1928 og sést stillt upp lengst til vinstri sem fellur úr höfundareign Disney. Sömu örlög bíða vinkonu hans í teiknimyndinni, Mínu Músar. Vandséð er hvaða afleiðingar þetta muni hafa í för með sér en þó má geta þess að nokkur tölvuleikjafyrirtæki hugsa sér gott til glóðarinnar og ef marka má fyrri „trend“ verður ekki langt að bíða þess að Mikki Mús sjáist næst grár fyrir járnum í baráttu upp á líf og dauða við uppvakninga og blóðþyrstar geimverur.