Á Bessastöðum Eliza Reid forsetafrú og Guðni ásamt fálkaorðuhöfunum.
Á Bessastöðum Eliza Reid forsetafrú og Guðni ásamt fálkaorðuhöfunum. — Morgunblaðið/Óttar
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sæmdi 14 slendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Er þetta í síðasta sinn sem Guðni veitir fálkaorður á nýársdag en í ávarpi sínu í gær kvaðst hann ekki mundu…

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sæmdi 14 slendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Er þetta í síðasta sinn sem Guðni veitir fálkaorður á nýársdag en í ávarpi sínu í gær kvaðst hann ekki mundu sækjast eftir endurkjöri er kosið verður til forseta í sumar.
Þau sem hlutu fálkaorðuna að þessu sinni voru þau Auður Hildur Hákonardóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Erna Sif Arnardóttir, Gylfi Þór Þorsteinsson, Helga Þorbergsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Jenný Karlsdóttir, Jón Kristinsson, Karel Ingvar Karelsson, Knútur Rafn Ármann, Margrét Bóasdóttir, Reynir Pétur Steinunnarson, Sigurður Harðarson og Vilmundur G. Guðnason.

Einnig hlutu þau Auður Hildur Hákonardóttir og Jón Kristinsson fálkaorðuna. Þau höfðu hins vegar ekki tök á að veita henni viðtöku á Bessastöðum í gær en munu taka á móti henni við fyrsta tækifæri.