Harpa Reynisdóttir skólastjóri Melaskóla hefur áhyggjur af slökum lesskilningi íslenskra barna og hvað það er mikið að gera hjá þeim. Hún segir að það þurfi að samræma einkunnir og segir að það sé misjafnt eftir skólum hvað A þýði nákvæmlega.