Augljóst er að mikill vandi er kominn upp í orkumálum hér á landi þó að ekki vilji allir kannast við að öryggi sé ógnað eða neyðarástand yfirvofandi. Þá er augljóst að orsök vandans um þessar mundir er skortur á uppbyggingu virkjana þó að ekki vilji allir heldur kannast við það og telji mikið hafa verið gert á því sviði á undanförnum árum.

Augljóst er að mikill vandi er kominn upp í orkumálum hér á landi þó að ekki vilji allir kannast við að öryggi sé ógnað eða neyðarástand yfirvofandi. Þá er augljóst að orsök vandans um þessar mundir er skortur á uppbyggingu virkjana þó að ekki vilji allir heldur kannast við það og telji mikið hafa verið gert á því sviði á undanförnum árum.

Staðreyndirnar tala þó sínu máli, verkefni sitja föst hér og þar í leyfisveitingakerfinu, rammaáætluninni, og virkjanir sem hefðu afstýrt þessu ástandi hafa verið allt of lengi á teikniborðinu án þess að hægt sé að sjá hvenær þær komist í gegnum þröngt nálarauga kerfisins.

En í tengslum við þennan orkuvanda hefur komið upp önnur umræða sem stjórnmálamenn hafa lítið blandað sér í en fyrirtæki á orkumarkaði þeim mun meira. Landsvirkjun talar um leka á milli markaða, frá almenningi til stórnotenda, en Orka náttúrunnar og HS orka kannast ekki við þennan meinta leka og benda á sannfærandi tölur máli sínu til stuðnings. Þá segir forstjóri Landsnets um þennan „leka“ að verið sé „að vísa í sölusíðu Landsvirkjunar og skilyrði fyrirtækisins í samningum. Eins og gefur að skilja er sú síða ekki heildsölumarkaður raforku.“

Allt er þetta illskiljanlegt hinum almenna raforkunotanda, en orkumálið er engu að síður brýnt. Stjórnmálamenn þurfa að stíga fram með skýra afstöðu um til hvaða aðgerða skuli grípa. Þær þola enga bið.