— Morgunblaðið/Óttar
Þessa dagana sést verk eftir myndlistarmanninn Harald Jónsson á rúmlega 500 skjáum um alla borg, bæði skjáum í strætóskýlum og stórum skjáum við fjölfarnar götur. Reikna má með að yfir 80 prósent höfuðborgarbúa sjái verkið dag hvern

Þessa dagana sést verk eftir myndlistarmanninn Harald Jónsson á rúmlega 500 skjáum um alla borg, bæði skjáum í strætóskýlum og stórum skjáum við fjölfarnar götur. Reikna má með að yfir 80 prósent höfuðborgarbúa sjái verkið dag hvern. Eftir morgundaginn, 3. janúar, verður verkið gefið í safneign Listasafns Reykjavíkur.

Billboard, sem rekur auglýsingaskjái í strætóskýlum og víðar á höfuðborgarsvæðinu, efndi í haust til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur. Verk Haraldar, sem nú lýsir upp skammdegið og gleður listunnendur, var valið úr hópi 40 umsækjenda.