Jarðskjálftar Land heldur áfram að rísa á Reykjanesskaganum.
Jarðskjálftar Land heldur áfram að rísa á Reykjanesskaganum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Á fyrstu 21 klukkustund nýs árs mældust um 220 skjálftar milli kvikugangsins og Grindavíkur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Stærsti skjálftinn var 1,7 að stærð, svo þetta eru allt smáskjálftar,“ segir hann

Á fyrstu 21 klukkustund nýs árs mældust um 220 skjálftar milli kvikugangsins og Grindavíkur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

„Stærsti skjálftinn var 1,7 að stærð, svo þetta eru allt smáskjálftar,“ segir hann. Hann segir landrisið halda áfram á svipuðum hraða og áður.

Hinn 29. desember náði land við Svartsengi sömu hæð og það var í 18. desember, þegar síðasta eldgos braust út á Reykjanesskaganum.

„Það er enginn órói en við erum auðvitað að fylgjast með og sjáum hvað gerist,“ segir Bjarki. Spurður hvað skýri þennan litla kraft jarðskjálftanna segir hann flesta skjálftana mælast vegna landrissins. „Þegar þú ert með landris þá færðu líka skjálftavirkni.“

30. desember mældust 180 jarðskjálftar á svæðinu, frá miðnætti á gamlársdag til hádegis sama dag mældust þeir 75 talsins.

„Við fylgjumst með þróuninni og því sem er að gerast á svæðinu,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis að lokum. karifreyr@mbl.is