Þjálfari Benedikt Guðmundsson hefur stýrt Njarðvík frá 2021.
Þjálfari Benedikt Guðmundsson hefur stýrt Njarðvík frá 2021. — Morgunblaðið/Eggert
Breski landsliðsmaðurinn Dwayna Lautier-Ogunleye er genginn til liðs við Njarðvík og mun leika með liðinu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Lautier-Ogunleye, sem er 27 ára, kemur til félagsins frá Swans Gmunden í Austurríki þar sem hann skoraði…

Breski landsliðsmaðurinn Dwayna Lautier-Ogunleye er genginn til liðs við Njarðvík og mun leika með liðinu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Lautier-Ogunleye, sem er 27 ára, kemur til félagsins frá Swans Gmunden í Austurríki þar sem hann skoraði 11 stig að meðaltali í leik, ásamt því að taka þrjú fráköst og gefa fjórar stoðsendingar á síðustu leiktíð. Njarðvík er með 14 stig í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar eftir ellefu umferðir.