Tónleikar undir yfirskriftinni „Barokkveisla nýja ársins“ verða haldnir annað árið í röð í Dómkirkjunni á morgun, 3. janúar, kl. 20. „Flutt verða hátíðleg og skemmtileg verk frá barokktímanum eftir Vivaldi, Telemann, Locatelli, Buxtehude og Händel,“ segir í kynningartexta

Tónleikar undir yfirskriftinni „Barokkveisla nýja ársins“ verða haldnir annað árið í röð í Dómkirkjunni á morgun, 3. janúar, kl. 20. „Flutt verða hátíðleg og skemmtileg verk frá barokktímanum eftir Vivaldi, Telemann, Locatelli, Buxtehude og Händel,“ segir í kynningartexta. Flytjendur verða Sólveig Steinþórsdóttir á fiðlu, Ísak Ríkharðsson á fiðlu, Rannveig Marta Sarc á víólu, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir á selló, Aron Jakob Jónasson á kontrabassa og Halldór Bjarki Arnarson á sembal.