— Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Það var enginn asi á gestum Sjóbaðanna á Húsavík í gær, nýársdag. Þeir sem leið sína lögðu í Sjóböðin slökuðu á í heitum sjónum og settu sér ef til vill markmið fyrir nýtt ár, eða skoluðu einfaldlega af sér slenið eftir gott áramótateiti

Það var enginn asi á gestum Sjóbaðanna á Húsavík í gær, nýársdag. Þeir sem leið sína lögðu í Sjóböðin slökuðu á í heitum sjónum og settu sér ef til vill markmið fyrir nýtt ár, eða skoluðu einfaldlega af sér slenið eftir gott áramótateiti. Dimmt var yfir Skjálfandaflóa á þessum fyrsta degi ársins þó rétt hafi grillt í hin tignarlegu og snæviþöktu Kinnarfjöll handan flóans í vesturátt.