Paulina Talarska
Paulina Talarska
Kisulóran Kittý undir jólatrénu er pólsk teiknimynd fyrir börn sem var frumsýnd í Reykjavík.

Paulina Talarska

Teiknimyndaserían Kisulóran Kittý er komin til Íslands en hún er stórvinsæl í Póllandi. Ungar fjölskyldur sem búsettar eru hér á landi hafa beðið hennar með eftirvæntingu. Sýningin á nýjasta þætti seríunnar, sem hálf milljón áhorfenda í Póllandi hefur nú þegar séð, hófst 17. desember sl. í Bíó Paradís.

Þessi sería fjallar um ævintýri kisulórunnar Kittýjar og er metsölubók forlagsins Media Rodzina sem sérhæfir sig í útgáfu bóka fyrir börn og ungmenni. Aðalpersónurnar eru lítil og skörp kisa og vinir hennar. Höfundur og myndskreytir bókarinnar, Anita Głowinska, skrifar sögur að smekk barna. Kvikmyndir sem byggðar eru á bókum eftir hana hafa verið framleiddar af pólska kvikmyndafyrirtækinu EGoFILM og þær gefa yngstu börnunum kost á að skemmta sér vel og læra mikilvægar lífslexíur. Kisulóran Kittý sigrar hug og hjarta æ fleiri barna og foreldra þeirra, þökk sé tengingu milli sögu Anitu Głowinska og stórkostlegs starfs teiknimyndahöfunda og handritshöfunda seríunnar.

Teiknimyndaseríuna um ævintýri Kisulórunnar Kittýjar hefur nú þegar hálf milljón áhorfenda séð í hundruðum kvikmyndahúsa í Póllandi. Fyrstu tveir þættir seríunnar eru einnig aðgengilegir á Netflix en þeir tróna á toppnum sem sería með mest áhorf í Póllandi. Nú er hún komin út á ensku og ber heitið Kitty Kotty.

Nýjasti þátturinn er sýndur í kvikmyndahúsum með fasta efnisskrá og fjölsala bíóum í Póllandi en hann var frumsýndur á skjáum Bíós Paradísar í Reykjavík 17. desember sl. Allur ágóði af miðasölu á frumsýningu rennur til Rauða krossins til stuðnings Grindvíkingum.

Höfundar teiknimyndaseríunnar Kisulórunnar Kittýjar viðhalda hefð pólskrar teiknimyndagerðar.

Teiknimyndafyrirtækið EGoFILM leggur áherslu á kvikmyndaframleiðslu fyrir yngstu börnin og sérhæfir sig í að endursemja bókmenntaverk. Kvikmyndir þess eru oft byggðar á nýjustu bókum fyrir yngstu börnin, m.a. Pucio, Víkingnum Tappa og Vísundinum Pompik, en þær eru allar þekktar meðal pólskumælandi barna á Íslandi. Einnig stuttmyndin Litla Anna sem byggð er á bók eftir Joönnu Papuzinska. Þetta kvikmyndafyrirtæki tók einnig að framleiða teiknimyndir byggðar á vinsælum myndasögum sem margar kynslóðir Pólverja bæði í Póllandi og erlendis þekkja vel, svo sem Tytus, Romek og A'Tomek og Kajko og Kokosz – en hin síðarnefnda er fyrsta pólska teiknimyndin sem Netflix Originals hefur framleitt og er í 1. sæti á vinsældalista streymisþjónustunnar.

Pólsk teiknimyndagerð fyrir börn á sér langa hefð sem nær aftur til 1947 og er í stöðugri þróun. Hún hefur áunnið sér virðingu á alþjóðakvikmyndahátíðum og m.a. hefur Peter & The Wolf (framleidd í samstarfi pólsks og bresks kvikmyndavers) hlotið óskarsverðlaun. Sá sem er í fararbroddi í EGoFILM er Eugeniusz Gordziejuk, en hann hefur komið með beinum hætti að framleiðslu 242 kvikmynda og einnig starfað með nafntoguðustu höfundum teiknimynda, þ. á m. Jan Lenica og Andrzej Baranski.

Námskeið í teiknimyndagerð

Það er ekki einungis teiknimyndin sem kom til Íslands heldur höfundar hennar sjálfir en þeir héldu námskeið fyrir nemendur úr pólskum skólum og leikskólum sem reka sína starfsemi á laugardögum og sinna m.a. pólskukennslu sem móðurmáli. Þeir sýndu hvernig teiknimyndir eru gerðar og kveiktu áhuga og forvitni þátttakenda.

Sá sem átti frumkvæði að þessum viðburði undir verndarvæng sendiráðs lýðveldisins Póllands á Íslandi var Adam Calicki en hann er foreldri með einstakan áhuga á menntun og gagnlegri afþreyingu fyrir börn sín.

Teiknimyndin Kisulóran Kittý var sýnd í Bíó Paradís yfir jólahátíðina.

Höfundur er einn af framleiðendum myndarinnar.