— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Við áramót fagnar þjóðin iðulega komandi ári með því að skjóta upp flugeldum. Nýafstaðin áramót eru engin undantekning og fundu björgunarsveitir landsins fyrir því að flugeldasalan hefði farið betur af stað í ár en í fyrra

Við áramót fagnar þjóðin iðulega komandi ári með því að skjóta upp flugeldum. Nýafstaðin áramót eru engin undantekning og fundu björgunarsveitir landsins fyrir því að flugeldasalan hefði farið betur af stað í ár en í fyrra. Flugeldasalan hefur verið helsta fjáröflunartæki sveitanna í áraraðir.

Þrátt fyrir ljósadýrð flugeldanna fylgir þeim oft og tíðum mengun og urðu margir íbúar höfuðborgarsvæðisins varir við mengunarský sem lá yfir höfuðborgarsvæðinu eftir miðnætti. Þrátt fyrir mikla mengun er hún langt frá því að vera met þegar litið er til síðustu ára. Mengunarskýið stafar aðallega af veðráttu en lítill vindur var á höfuðborgarsvæðinu um miðnætti og feyktist mengunin því ekki burt eftir að flugeldum var skotið í loftið.