Barbie
Barbie
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
The Banshees of Inisherin „Hér fléttast listilega saman ólíkir þræðir: bleksvart spaug, ráðgáta, sorg, hryllingur og á stundum er ævintýralegur blær yfir öllu saman.“ HSS Barbie „Leikstjóranum Gretu Gerwig tókst að gera ótrúlega…

The Banshees of Inisherin

„Hér fléttast listilega saman ólíkir þræðir: bleksvart spaug, ráðgáta, sorg, hryllingur og á stundum er ævintýralegur blær yfir öllu saman.“ HSS

Barbie

„Leikstjóranum Gretu Gerwig tókst að gera ótrúlega fyndna og fallega kvikmynd um Barbie-dúkku og um leið varpa fram erfiðum spurningum um femínisma …“ JGH

Women Talking

„Það er í raun ótrúlegt að samræðurnar milli þessara átta kvenna séu nógu áhugaverðar til að hægt sé að hlusta á þær í einn og hálfan klukkutíma án þess að leiðast.“ JGH

Volaða land

„Það er greinilegt að hér er á ferð listamaður og Volaða land er sannkallað listaverk …“ JGH

Tár

„Tónlistin eftir Hildi Guðnadóttur er mögnuð og gegnir mjög mikilvægu hlutverki, þ.e. að magna upp ofbeldið rétt undir yfirborðinu.“ JGH

Anatomie d’une chute

Hátt er fallið var vinningsmynd Gullpálmans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í ár og ekki að ástæðulausu.“ JGH

Heimavöllurinn

„… um að ræða mjög vel heppnaða og mannlega heimildarmynd þar sem dregin er upp sönn mynd af því hvað jákvæðni og samstaða getur komið fólki langt.“ JGH

The Green Border

„Holland leyfir áhorfendum að kynnast fjölskyldunni ekki aðeins sem fórnarlömbum heldur manneskjum í eins konar mótvægi við herferðir Póllands og Hvíta-Rússlands, en í myndinni eru landamæraverðirnir ítrekað minntir á að flóttafólkið sé ekki fólk heldur lifandi byssukúlur …“ JGH

Villibráð

„Halda mætti að hér færi þaulreyndur kvikmyndaleikstjóri og greinilegt að Elsu er lagið að stýra leikurum.“ HSS

Soviet Barbara, sagan um
Ragnar Kjartansson í Moskvu

„Það er magnað að verða vitni að þessari hörðu en lúmsku gagnrýni á póst-sovéska heimsveldið í aðdraganda innrásar Pútíns í Úkraínu.“ JGH

Eftirfarandi kvikmyndir komust líka á blað yfir þær bestu sem rýnt var í á árinu: Coupez!, Babylon, My Year of Dicks, Á ferð með mömmu, Ingen kender dagen, Oppenheimer, Tilverur, You Won't Be Alone, Killers of the Flower Moon, Napóleon og Dream Scenario. Gagnrýnendur eru Jóna Gréta Hilmarsdóttir (JGH) og Helgi Snær Sigurðsson (HSS).