Frídagar um jól og áramót geta fæstir orðið einn og flestir fjórir. Nýliðin jól voru svonefnd brandajól, þar sem jóladag ber upp á mánudag
Frídagar um jól og áramót geta fæstir orðið einn og flestir fjórir. Nýliðin jól voru svonefnd brandajól, þar sem jóladag ber upp á mánudag. Árið í ár er þó hlaupaár þannig að hann ber næst upp á miðvikudag og annar í jólum á fimmtudag.
Alls eru tólf rauðir dagar á árinu, en þeim fjölgar um tvo á milli ára. Einn þeirra, nýársdagur, er þó liðinn. Aðrir rauðir dagar eru nokkuð hefðbundnir, svo sem um páska, hvítasunnu og um verslunarmannahelgi. Þá ber 17. júní upp á mánudag í ár, en var á laugardegi á nýliðnu ári.