[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
  • Senegalski knattspyrnumaðurinn Pape Matar Sarr skrifaði í gær undir nýjan samning við enska félagið Tottenham Hotspur, sem gildir til sumarsins 2030, eða í sex og hálft ár. Sarr, sem er aðeins 21 árs gamall, hefur verið í stóru hlutverki hjá Tottenham á þessu tímabili
  • Senegalski knattspyrnumaðurinn Pape Matar Sarr skrifaði í gær undir nýjan samning við enska félagið Tottenham Hotspur, sem gildir til sumarsins 2030, eða í sex og hálft ár. Sarr, sem er aðeins 21 árs gamall, hefur verið í stóru hlutverki hjá Tottenham á þessu tímabili. Félagið keypti hann af Metz í Frakklandi í ágúst 2021 en lánaði hann þangað í eitt ár til að byrja með. Hann lék síðan 11 leiki með Tottenham í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og hefur verið fastamaður á miðjunni hjá Lundúnaliðinu í ár, spilað 18 leiki og skorað í þeim tvö mörk.
  • Enska félagið Birmingham City hefur sagt knattspyrnustjóranu Wayne Rooney upp störfum en hann stýrði liðinu aðeins í 15 leikjum, eftir að hafa tekið við starfinu 11. október. Rooney tók við Birmingham í sjötta sæti ensku B-deildarinnar en eftir aðeins tvo sigra í þessum fimmtán leikjum er liðið nú í 20. sæti af 24 liðum í deildinni og aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
  • Fylkir hefur samið við danska knattspyrnumanninn Matthias Præst um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili. Ragnar Bragi Sveinsson fyrirliði Fylkis staðfesti þetta í hlaðvarpsþættinum Gula spjaldið. Præst er 23 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið í Færeyjum undanfarin tvö ár, fyrst með AB og síðan með HB. Hann ólst upp hjá Vejle og hóf meistaraflokksferilinn með Horsens en spilaði síðan með C-deildarliðinu Middelfart þar til hann fór til Færeyja fyrir tveimur árum.
  • Spænski knattspyrnumaðurinn Sergio Reguilón er á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Reguilón, sem er 27 ára gamall, gekk til liðs við United frá Tottenham á láni fyrir yfirstandandi keppnistímabil. Hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Vinstri bakvörðurinn gekk til liðs við Tottenham frá Real Madrid sumarið 2020 fyrir 27,5 milljónir punda en samningur hans við Tottenham rennur út í sumar.
  • Sex íslensk ungmenni taka þátt í Vetrarólympíuleikum ungmenna sem fara fram í Gangwon í Suður-Kóreu dagana 19. janúar til 1. febrúar. Þetta eru Dagur Ýmir Sveinsson og Eyrún Erla Gestsdóttir sem keppa í alpagreinum, Hjalti Böðvarsson og María Kristín Ólafsdóttir sem keppa í skíðagöngu og þau Júlíetta Iðunn Tómasdóttir og Reynar Hlynsson sem keppa á snjóbrettum. Með þeim fara þjálfararnir Egill Ingi Jónsson, Sveinn Arndal Torfason, Einar Ágúst Yngvason, Guðmundur Rafn Kristjánsson og Jökull Elí Borg.
  • Arna Sif Ásgrímsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var um áramótin útnefnd íþróttamaður Vals fyrir árið 2023. Niðurstaðan var kynnt á Hlíðarenda í hádeginu á gamlársdag. Arna Sif, sem er 31 árs gömul, var í lykilhlutverki hjá Íslandsmeistaraliði Vals á árinu 2023 en hún hefur orðið meistari með því undanfarin tvö ár.