Hörmung? Kirk Cameron í Saving Christmas.
Hörmung? Kirk Cameron í Saving Christmas.
Hvað gerir jólamynd góða og hvað gerir hana lélega? Þegar spurt er um þær góðu, þær sem koma manni í jólaskap, er listinn minn frekar stuttur en þegar kemur að þeim lélegu er annað uppi á teningnum og af mörgum að taka

Helgi Snær Sigurðsson

Hvað gerir jólamynd góða og hvað gerir hana lélega? Þegar spurt er um þær góðu, þær sem koma manni í jólaskap, er listinn minn frekar stuttur en þegar kemur að þeim lélegu er annað uppi á teningnum og af mörgum að taka. Þær verstu fara eiginlega í heilan hring og verða fínasta skemmtun einmitt af því að þær eru svo lélegar.

Bandaríkjamenn virðast lagnastir þjóða í þeirri vafasömu íþrótt að dæla út hörmulegum jólamyndum. Kvikmynda- og sjónvarpsstjörnur jafnt sem minni spámenn hafa fallið í fúlan pytt lélegra jólamynda enda snúið form að glíma við. Má af þeim nefna Danny Devito og Matthew Broderick, tvo annars skemmtilega leikara sem eiga á sinni ferilskrá eina verstu jólamynd sögunnar, Deck the Halls. Ekki var Christmas with the Kranks skárri enda hinn drepleiðinlegi Tim Allen þar í aðalhlutverki. Jim Carrey fór líka hressilega yfir strikið í hlutverki Trölla sem stal jólunum og hver einasta framhaldsmynd Home Alone hefur reynt jafnt á þolrif barna sem fullorðinna. En hvaða jólamynd skyldi vera verst? Samkvæmt vefnum Letterboxd, sem tekur saman einkunnir þúsunda notenda sinna, er það Saving Christmas frá árinu 2014. Skondinn titill á kvikmynd sem augljóslega bjargar engum jólum.

Höf.: Helgi Snær Sigurðsson