Stefán Þór Ágústsson, knattspyrnumarkvörður frá Selfossi, er genginn til liðs við Valsmenn. Stefán er 22 ára gamall og á að baki nákvæmlega 100 deildaleiki í marki Selfyssinga þar sem hann hefur verið aðalmarkvörður þeirra undanfarin fimm keppnistímabil í 1
Stefán Þór Ágústsson, knattspyrnumarkvörður frá Selfossi, er genginn til liðs við Valsmenn. Stefán er 22 ára gamall og á að baki nákvæmlega 100 deildaleiki í marki Selfyssinga þar sem hann hefur verið aðalmarkvörður þeirra undanfarin fimm keppnistímabil í 1. og 2. deild. Hann kemur í staðinn fyrir Svein Sigurð Jóhannesson sem hefur verið varamarkvörður Vals undanfarin ár. Frederik Schram hefur verið aðalmarkvörður Valsmanna í tæplega tvö ár.