Taylor Swift
Taylor Swift
Tónlistarkonan Taylor Swift hefur nú slegið nýtt met og er í dag sá sólólistamaður sem náð hefur að verma toppsæti bandaríska Billboard-plötulistans lengst eða samtals í 68 vikur. Greinir The Guardian frá að þar með hafi hin 34 ára gamla söngkona…

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur nú slegið nýtt met og er í dag sá sólólistamaður sem náð hefur að verma toppsæti bandaríska Billboard-plötulistans lengst eða samtals í 68 vikur. Greinir The Guardian frá að þar með hafi hin 34 ára gamla söngkona slegið sjálfum rokkkónginum Elvis Presley við en hann náði að tróna á toppnum í 67 vikur, lengst af með plötu sína Blue Hawaii.

Plata Swift, sem ber heitið 1989 (Taylor's Version), náði efsta sæti bandaríska plötulistans í fimmta sinn í síðustu viku ársins 2023. En þó svo að Swift eigi nú metið í flokki sólólistamanna á hún enn þó nokkuð í land ef hún stefnir á að slá út met Bítlanna en plötur hljómsveitarinnar hafa náð að tróna á toppi Billboard-listans í samtals 132 vikur.