Hvítur á leik.
Hvítur á leik.
1. b3 Rf6 2. Rf3 g6 3. Bb2 Bg7 4. c4 0-0 5. g3 c5 6. Bg2 Rc6 7. d4 cxd4 8. Rxd4 Rxd4 9. Dxd4 d6 10. 0-0 Dc7 11. Rc3 Be6 12. Hac1 Rd7 Staðan kom upp á Íslandsmótinu í atskák sem fram fór í árslok 2023 í Bankanum vinnustofu á Selfossi en CAD-bræður…

1. b3 Rf6 2. Rf3 g6 3. Bb2 Bg7 4. c4 0-0 5. g3 c5 6. Bg2 Rc6 7. d4 cxd4 8. Rxd4 Rxd4 9. Dxd4 d6 10. 0-0 Dc7 11. Rc3 Be6 12. Hac1 Rd7

Staðan kom upp á Íslandsmótinu í atskák sem fram fór í árslok 2023 í Bankanum vinnustofu á Selfossi en CAD-bræður sáu um mótið með styrk frá Kaffi Krús og Tómasi Þóroddssyni. Stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson (2.399) hafði hvítt gegn Davíð Kolka (1.850). 13. Dxg7+! Kxg7 14. Rd5+ Kg8? 15. Rxe7! mát. Lokastaða efstu manna á mótinu varð þessi: 1. Hilmir Freyr Heimisson (2.229) 8 1/2 vinning af 9 mögulegum. 2.-3. Vignir Vatnar Stefánsson (2.440) og Helgi Áss Grétarsson (2.377) 7 v. Hilmir Freyr vann mótið með yfirburðum en Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1.945) varð Íslandsmeistari kvenna í atskák ásamt því að ná bestum árangri í U-2000-flokknum. Markús Orri Óskarsson hlaut stigaverðlaun.