Paula Abdul og Nigel Lythgoe
Paula Abdul og Nigel Lythgoe
Breska ríkisútvarpið hefur greint frá því að bandaríska söngkonan og dansarinn Paula Abdul hafi höfðað mál á hendur breska sjónvarpsframleiðandanum Nigel Lythgoe vegna meintra kynferðisbrota. Sagði Abdul brotin hafa ítrekað átt sér stað á meðan þau…

Breska ríkisútvarpið hefur greint frá því að bandaríska söngkonan og dansarinn Paula Abdul hafi höfðað mál á hendur breska sjónvarpsframleiðandanum Nigel Lythgoe vegna meintra kynferðisbrota. Sagði Abdul brotin hafa ítrekað átt sér stað á meðan þau unnu saman að þáttunum American Idol og So You Think You Can Dance. Í yfirlýsingu sem Lythgoe sendi frá sér til fjölmiðla utanhafs sagðist hann hneykslaður yfir ásökununum og hélt því fram að vinskapur þeirra hefði einungis verið af platónskum toga. „Ég frétti af þessum fullyrðingum í blöðum og vil að það sé á hreinu að þær eru ekki bara rangar, þær eru mjög móðgandi fyrir mig og allt sem ég stend fyrir. Ég get lofað því að ég mun berjast gegn þessu.“ Í kjölfar ásakana Abdul hafa tvær aðrar konur stigið fram og lýst því yfir að Lythgoe hafi einnig beitt þær kynferðisofbeldi.