Þórarinn Hjaltason
Þórarinn Hjaltason
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Verkfræðingur og samgönguverkfræðingur skrifuðu saman grein um borgarlínuna hér í blaðið í gær. Þeir benda á að yfir standi endurskoðun samgöngusáttmálans en að kostnaðaráætlanir hans hafi farið úr böndum. Borgarlínan hafi dregist úr hömlu „þar sem bæði hefur kostnaður við hana aukist verulega og framkvæmdaáætlun reynst óframkvæmanleg“. Þá segja þeir að vegna þessa og með framförum í umferðarfræðum sé „stefnumótun að borgarlínu samgöngusáttmálans úrelt orðin“.

Verkfræðingur og samgönguverkfræðingur skrifuðu saman grein um borgarlínuna hér í blaðið í gær. Þeir benda á að yfir standi endurskoðun samgöngusáttmálans en að kostnaðaráætlanir hans hafi farið úr böndum. Borgarlínan hafi dregist úr hömlu „þar sem bæði hefur kostnaður við hana aukist verulega og framkvæmdaáætlun reynst óframkvæmanleg“. Þá segja þeir að vegna þessa og með framförum í umferðarfræðum sé „stefnumótun að borgarlínu samgöngusáttmálans úrelt orðin“.

Þeir leggja til léttari útfærslu þar sem forgangsbrautum hægra megin við umferð verði fjölgað og biðskýli bætt, en með þessu geti upphaflegur vegur staðið ótruflaður og umferð truflist lítið vegna framkvæmda. Verði á hinn bóginn farið í risastóru borgarlínuna truflast umferð mikið, ekki aðeins á framkvæmdatíma heldur einnig eftir það, enda eitt markmiðið að þrengja að einkabílnum. Verkfræðingarnir segja að stofnkostnaður við léttari útfærsluna sé innan við þriðjungur af þeirri risastóru og viðhaldskostnaður sömuleiðis.

Endurskoðun samgöngusáttmálans hefur tekið langan tíma enda var hann algerlega óraunsær eins og hann var gerður í upphafi. Sú leið sem verkfræðingarnir leggja til er dýr, en þó miklu ódýrari en hin. Hún hlýtur því að koma til álita ef einhverju á að breyta á annað borð í almenningssamgöngum.