Róbert Wessman
Róbert Wessman
Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur samkvæmt tilkynningu náð jákvæðri niðurstöðu í klínískri rannsókn á AVT06, fyrirhugaðri líftæknilyfjahliðstæðu við Eylea (aflibercept). Eylea er líftæknilyf sem notað er til meðferðar við augnsjúkdómum sem geta…

Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur samkvæmt tilkynningu náð jákvæðri niðurstöðu í klínískri rannsókn á AVT06, fyrirhugaðri líftæknilyfjahliðstæðu við Eylea (aflibercept). Eylea er líftæknilyf sem notað er til meðferðar við augnsjúkdómum sem geta leitt til sjóntaps eða blindu, svo sem votri augnbotnahrörnun, sjóndepilsbjúgi og sjónkvilla af völdum sykursýki.

Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech, segir að áfanginn undirstriki hvernig fyrirtækið getur náð skjótum árangri í þróun margra hágæða líftæknilyfjahliðstæða samhliða, fyrir alþjóðlega markaði.