Bryggjan Ísfisktogarinn Helga María heldur úr höfn. Við tók tólf tíma sigling á Vestfjarðamið þar sem þokkaleg veiði hefur verið á allra síðustu dögum.
Bryggjan Ísfisktogarinn Helga María heldur úr höfn. Við tók tólf tíma sigling á Vestfjarðamið þar sem þokkaleg veiði hefur verið á allra síðustu dögum. — Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Gangverk samfélagsins er nú aftur komið á snúning eftir frí sem flestir áttu um jól og áramót. Aftur er líf á eyrinni og skip komin á miðin. Helga María RE 1, togari Brims, fór út í fyrrakvöld og höfð voru snör handtök þegar landfestar voru leystar

Gangverk samfélagsins er nú aftur komið á snúning eftir frí sem flestir áttu um jól og áramót. Aftur er líf á eyrinni og skip komin á miðin. Helga María RE 1, togari Brims, fór út í fyrrakvöld og höfð voru snör handtök þegar landfestar voru leystar. Stefnan var svo tekin á Látragrunn þar sem Heimir Guðbjörnsson skipstjóri og hans menn á togaranum voru í gær og skröpuðu bland í poka, eins og því var lýst.

Minni bátar eru einnig farnir á sjó, svo sem í verstöðvunum á utanverðu Snæfellsnesi. Stöðunni þar er lýst sem svo að Breiðafjörður sé bókstaflega fullur af fiski, enda eru karlarnir á bátnum kampakátir þegar þeir koma í land með fullfermi eftir daginn. Gjaldeyririnn bókstaflega fossar inn í landið á svona dögum og ber þá að taka fram að hin eiginlega vetrarvertíð er enn ekki hafin. Morgunblaðið tók stöðuna við sjávarsíðuna í gær og ræddi við sjómenn um stöðu mála, gæftir og hvernig gangi á nýju ári. » 4 og 32