„Tók hann þá að grenja hátt og beit í skjaldarröndina“ stendur í Grettis sögu um berserk sem var að búa sig undir bardaga, herða sig upp í að berjast við Gretti

„Tók hann þá að grenja hátt og beit í skjaldarröndina“ stendur í Grettis sögu um berserk sem var að búa sig undir bardaga, herða sig upp í að berjast við Gretti. Eins og ráða má af tilvitnuninni er orðtakið full-kröftugt um það að taka sig á, taka á sig rögg eða gyrða sig í brók – og festa loksins lausu klósettsetuna.