Lyngby Gylfi Þór Sigurðsson spilaði aðeins sex leiki fyrir áramót.
Lyngby Gylfi Þór Sigurðsson spilaði aðeins sex leiki fyrir áramót. — Ljósmynd/Lyngby
Nicas Kjeldsen, íþróttastjóri danska knattspyrnufélagsins Lyngby, segir það koma vel til greina að framlengja samninginn við Gylfa Þór Sigurðsson eftir þetta tímabil. „Nú er hann á heilu undirbúningstímabili og nær vonandi fullum styrk

Nicas Kjeldsen, íþróttastjóri danska knattspyrnufélagsins Lyngby, segir það koma vel til greina að framlengja samninginn við Gylfa Þór Sigurðsson eftir þetta tímabil. Nú er hann á heilu undirbúningstímabili og nær vonandi fullum styrk. Síðan munum við skoða stöðuna í vor, það var alltaf planið hjá okkur, og það er það sem hann vill líka, sagði Kjeldsen við Tipsbladet í Danmörku í gær en Gylfi samdi við Lyngby í lok ágúst.