Ástþór Magnússon
Ástþór Magnússon
Ástþór Magnússon, athafnamaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, býður sig aftur fram til embættis forseta Íslands. Hann telur þar „vanhugsað“ ef þjóðin kýs annan forseta með það hlutverk að fara í „opinberar heimsóknir“

Ástþór Magnússon, athafnamaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, býður sig aftur fram til embættis forseta Íslands. Hann telur þar „vanhugsað“ ef þjóðin kýs annan forseta með það hlutverk að fara í „opinberar heimsóknir“. Íslendingar þurfi að „virkja Bessastaði“. Þetta er fjarri því að vera fyrsta forsetaframboð Ástþórs, heldur hefur hann boðið sig fram fimm sinnum. Ástþór bauð sig fyrst fram árið 1996 og seinast árið 2016. „Ég mun virkja Bessastaði og gera embættið stærra og meira og um leið öfluga tekjulind fyrir íslenska þjóð með því að laða til landsins alþjóðastofnanir friðar og mannréttinda,“ segir Ástþór.