Tómas Guðbjartsson
Tómas Guðbjartsson
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, er kominn í leyfi frá störfum. Eru ástæðurnar sagðar tengjast plastbarkamálinu svokallaða. Þar tók Tómas þátt í að græða plastbarka í karlmann sem svo lést skömmu síðar

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, er kominn í leyfi frá störfum. Eru ástæðurnar sagðar tengjast plastbarkamálinu svokallaða. Þar tók Tómas þátt í að græða plastbarka í karlmann sem svo lést skömmu síðar. Hafði aðgerð sem þessi aldrei áður verið framkvæmd. Hinn látni hét Andemariam Beyene.

Auk Tómasar framkvæmdi skurðlæknirinn Paolo Macchiarini aðgerðina umdeildu. Græddi hann plastbarka í alls þrjá sjúklinga með skelfilegum afleiðingum. Macchiarini hlaut að lokum fangelsisdóm.

Staða Tómasar innan Landspítalans er nú til skoðunar.