Pólski skálinn árið 2022 í Feneyjum.
Pólski skálinn árið 2022 í Feneyjum.
Pólverjar hafa ákveðið að skipta út framlagi sínu til Feneyjatvíæringsins í ár eftir stjórnarskipti í landinu. The Guardian greinir frá að listamaður upprunalega verksins sem átti að senda, Ignacy Czwartoz, hafi kvartað undan ákvörðuninni og sakað…

Pólverjar hafa ákveðið að skipta út framlagi sínu til Feneyjatvíæringsins í ár eftir stjórnarskipti í landinu. The Guardian greinir frá að listamaður upprunalega verksins sem átti að senda, Ignacy Czwartoz, hafi kvartað undan ákvörðuninni og sakað ríkisstjórn landsins um ritskoðun. Nýr menningarmálaráðherra Póllands, Bartłomiej Sienkiewicz, sem skipaður var í embættið hinn 13. desember, tilkynnti á föstudaginn að verkið Polish Exercises in the Tragedy of the World: Between Germany and Russia yrði afturkallað. Samanstendur það af 35 verkum eftir Czwartos, þar á meðal málverki af Angelu Merkel og Vladimír Pútín ásamt logandi krossi heilags Andrésar í formi hakakross.

Þótti pólski skálinn ekki hæfa þema tvíæringsins í ár og því var ákveðið að bjóða upp á gjörningamyndband eftir úkraínska listahópinn Open Group í staðinn. Inniheldur það viðtöl við úkraínskt fólk, á flótta frá mismunandi svæðum í austur- og suðurhluta landsins, sem segir frá minningum sínum um stríðið með ákveðnum hljóðum sem það man.