Kammersveitin Elja Hópurinn stígur á pall í Norðurljósasal Hörpu hinn 7. janúar klukkan 16. Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason.
Kammersveitin Elja Hópurinn stígur á pall í Norðurljósasal Hörpu hinn 7. janúar klukkan 16. Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason.
„Þetta er fyrir frekar stóra hljómsveit og óvenjulega samsetningu. Það er til dæmis alls kyns slagverk, harmonika, vindvélar, strengir og meira að segja gjallarhorn,“ segir Benedikt Kristjánsson einsöngvari sem kemur fram ásamt…

„Þetta er fyrir frekar stóra hljómsveit og óvenjulega samsetningu. Það er til dæmis alls kyns slagverk, harmonika, vindvélar, strengir og meira að segja gjallarhorn,“ segir Benedikt Kristjánsson einsöngvari sem kemur fram ásamt Kammersveitinni Elju á tónleikum í Norðurljósasal Hörpu hinn 7. janúar klukkan 16. Þar verður Vetrarferðin eftir Franz Schubert flutt en verkið er upphaflega ljóðaflokkur fyrir einsöng og píanó. Þá samdi þýska tónskáldið Hans Zender verk fyrir kammersveit, byggt á Vetrarferðinni, og var það frumflutt árið 1993 en þetta er í fyrsta sinn sem verkið er flutt hér á landi.

Ekki að vanvirða verkið

„Mjög stór partur af tónleikunum hljómar eins og venjuleg Vetrarferð Schuberts en svo kemur dálítið mikið í kringum þetta sem gerir þetta vægast sagt öðruvísi,“ segir Benedikt og tekur fram að Zender nái þó að halda upprunalega efninu tiltölulega eins í útfærslunni. „Það er því ekki þannig að maður sé að „vanvirða“ verkið með því að skemma það einhvern veginn. Þetta er svona módern-krydd yfir Vetrarferðina.“

Þá hafa æfingarnar gengið vel að sögn Benedikts sem segir tilhlökkunina fyrir tónleikadeginum mikla.

„Það er mikið af fólki á sviðinu en þetta er ekki einfaldur partur fyrir neinn. Það þarf því að vera kveikt á öllum heilasellum,“ segir hann og hlær. „Þetta er mikið ævintýri og mér finnst í raun og veru skrýtið að þetta hafi ekki verið flutt á Íslandi áður því þetta er búið að vera vinsælt verk úti í heimi og margir kollegar mínir hafa sungið þetta.“