Heiðruð Laufey Lín tók við verðlaununum á Kjarvalsstöðum síðdegis í gær.
Heiðruð Laufey Lín tók við verðlaununum á Kjarvalsstöðum síðdegis í gær. — Morgunblaðið/Eggert
Laufey Lín Jónsdóttir, söngkona og lagahöfundur, hlaut í gær Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2023 og voru þau afhent á Kjarvalsstöðum

Laufey Lín Jónsdóttir, söngkona og lagahöfundur, hlaut í gær Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2023 og voru þau afhent á Kjarvalsstöðum. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin sem eru áletraður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og 1,5 milljónir króna í verðlaunafé.

Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. ISAL álverið í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá árinu 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari þeirra.

Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Laufey Lín er glæsilegur fulltrúi íslenskrar menningar [...] Hún er einstök fyrirmynd fyrir ungt íslenskt tónlistarfólk. Tónlist hennar sameinar strauma úr jazzi og samtímatónlist og hennar einstaka rödd og lagasmíðar hafa skipað henni í fremstu röð ungra tónlistarmanna í heiminum í dag.“ Í dómnefnd sátu Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sif Gunnarsdóttir og Rannveig Rist.