Lewis Capaldi
Lewis Capaldi
Skoski söngvarinn Lewis Capaldi hefur staðfest að hann muni framlengja hlé sitt frá tónleikum. Hann hefur ekki komið fram síðasta hálfa árið og segir það hafa haft góð áhrif á heilsuna. BBC greinir frá

Skoski söngvarinn Lewis Capaldi hefur staðfest að hann muni framlengja hlé sitt frá tónleikum. Hann hefur ekki komið fram síðasta hálfa árið og segir það hafa haft góð áhrif á heilsuna. BBC greinir frá. Í miðju tónleikaferðalagi í júní tilkynnti Capaldi að hann myndi taka sér hlé frá tónleikadagskránni en þá hafði hann lent í vandræðum með röddina á tónleikum sínum á Glastonbury-hátíðinni.

Í nýlegri færslu á samfélagsmiðlum skrifar hann að hann sé að vinna með fagaðilum til þess að meðhöndla Tourette-heilkenni og kvíða. „Það gleður mig að tilkynna að ég hef fundið fyrir augljósum framförum á hvoru tveggja síðan ég ákvað í júní að taka mér frí,“ skrifaði hann.

Þar kom einnig fram að lengri útgáfa af plötunni Broken By Desire To Be Heavenly Sent, með fimm nýjum lögum, kæmi út á nýársdag.