[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sænska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að ráða fyrrverandi landsliðsmanninn Olof Mellberg sem nýjan landsliðsþjálfara karlaliðs þjóðarinnar. Fotbollskanalen greindi frá í gær. Mellberg lék á sínum tíma 117 landsleiki fyrir Svía og lék með stórum…
  • Sænska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að ráða fyrrverandi landsliðsmanninn Olof Mellberg sem nýjan landsliðsþjálfara karlaliðs þjóðarinnar. Fotbollskanalen greindi frá í gær. Mellberg lék á sínum tíma 117 landsleiki fyrir Svía og lék með stórum félögum á borð við Juventus, Villarreal, FC Kaupmannahöfn og Aston Villa. Hann hefur stýrt Brommapojkarna og Helsingborg í Svíþjóð og danska liðinu Fremad Amager síðan skórnir fóru á hilluna. Mellberg tekur við af Janne Anderson, sem mistókst að koma Svíum á EM sem fram fer í sumar.
  • Nottingham Forest gæti átt á hættu að missa stig í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vegna brota á reglum deildarinnar um fjárhagslega háttvísi. Félagið hefur keypt mikinn fjölda leikmanna undanfarin tvö ár, eftir að liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni, og talin er hætta á að félagið hafi farið yfir þau mörk sem félögum eru sett um leyfilegt fjárhagslegt tap á rekstrinum. Everton fékk fyrr í vetur þunga refsingu þegar tíu stig voru dregin af félaginu.
  • Enska knattspyrnufélagið Liverpool heldur áfram að kalla heim leikmenn sem hafa verið í láni og náði í gær í þann þriðja á þremur dögum. Varnarmaðurinn Rhys Williams hefur verið hjá Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni undanfarnar vikur en ekkert leikið með liðinu. Liverpool glímir við meiðslavandræði hjá varnarmönnum sínum en m.a. Andy Robertson, Joel Matip og Kostas Tsimikas verða ekki með næstu vikur eða mánuði. Áður sneru aftur heim þeir Fabio Carvalho frá RB Leipzig í Þýskalandi og Owen Beck frá Dundee í Skotlandi.
  • Markvörðurinn André Onana hefur fengið leyfi til að spila með Manchester United gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni þann 14. janúar, þrátt fyrir að Kamerún spili sinn fyrsta leik í Afríkukeppninni sólarhring síðar. Kamerún mætir Gíneu í fyrsta leik sínum í Afríkukeppninni 15. janúar en þá verður Onana mættur og getur spilað með landsliði sínu.