Unglæknar vilja hærri laun.
Unglæknar vilja hærri laun.
Sjúkrahúslæknar á Englandi hafa nú margir lagt niður störf og er búist við að verkfallslotan standi yfir í sex daga samfleytt. Er þetta lengsta verkfall lækna í sjötíu ára sögu breska heilbrigðiskerfisins (NHS)

Sjúkrahúslæknar á Englandi hafa nú margir lagt niður störf og er búist við að verkfallslotan standi yfir í sex daga samfleytt. Er þetta lengsta verkfall lækna í sjötíu ára sögu breska heilbrigðiskerfisins (NHS). Greint er frá þessu í fréttaveitu AFP.

Skömmu fyrir jól lauk þriggja daga verkfalli unglækna og hafði það mikil áhrif á starfsemi heilbrigðiskerfisins á landsvísu. Verkfallið nú mun að líkindum valda enn meiri vandræðum, mikið sé um veikindi og pestir á þessum tíma ársins.

Heilbrigðisráðherra Bretlands hvetur unglækna til að láta af verkfalli sínu og ganga til samninga. Finna verði „skynsama“ lausn á deilunni. Þessu eru unglæknar ekki sammála, án aðgerða sé ekki hlustað.