Myndlist Jakob Veigar er innlásinn af tónlist, náttúru og arkitektúr.
Myndlist Jakob Veigar er innlásinn af tónlist, náttúru og arkitektúr. — Ljósmynd/Saleh Rozati
Listmálarinn Jakob Veigar Sigurðsson opnar myndlistarsýninguna I think, therefore I am fucked í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 6. janúar milli kl. 14-16. „Jakob Veigar er listmálari en notar aðra miðla eins og ljós, myndbönd og textíl

Listmálarinn Jakob Veigar Sigurðsson opnar myndlistarsýninguna I think, therefore I am fucked í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 6. janúar milli kl. 14-16.

„Jakob Veigar er listmálari en notar aðra miðla eins og ljós, myndbönd og textíl. Hann þróar listsköpun sína í mörgum lögum og er óhræddur við að prófa sig áfram,“ segir um listamanninn í tilkynningu frá safninu. Jakob er sagður fá innblástur úr tónlist, náttúrunni, arkitektúr og samfélaginu í kringum sig en hann starfar í Vínarborg.

„Tónlistin lifnar við þar sem hvorki er byrjun né endir, aðeins augnablikið skiptir máli. Innblásturinn veldur röskun þar sem hugurinn endurspeglar persónulega reynslu hans sem verður að málverki á striga. Myndbreytingin birtist í því að tónlistin verður að arkitektúr og arkitektúrinn verður fígúratívur,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Sýningin stendur til 2. febrúar.