Skuldir Bandaríkjanna hækka áfram.
Skuldir Bandaríkjanna hækka áfram. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
  • Skuldir bandaríska ríkissjóðsins hafa hækkað á tæpu ári um fjögur þúsund milljarða króna og er heildarskuldin nú komin yfir 34 þúsund milljarða bandaríkjadala í fyrsta skipti. Reuters-fréttaveitan greinir frá þessu og hefur eftir tilkynningu frá bandaríska fjármálaráðuneytinu
  • Skuldir bandaríska ríkissjóðsins hafa hækkað á tæpu ári um fjögur þúsund milljarða króna og er heildarskuldin nú komin yfir 34 þúsund milljarða bandaríkjadala í fyrsta skipti. Reuters-fréttaveitan greinir frá þessu og hefur eftir tilkynningu frá bandaríska fjármálaráðuneytinu. Þar kemur einnig fram að þingmenn repúblika setji sig nú í stellingar fyrir umræðu um ríkisfjármál þegar þingið kemur aftur saman í næstu viku. Þá verður tekist á um alríkisfjármögnun, fresti til þess að gera upp alríkisútgjöld og kröfur um að draga úr opinberri eyðslu. Frá því í september fóru alríkisskuldir yfir 33 þúsund milljarða dala múrinn, sem má rekja til minnkandi skatttekna og vaxandi eyðslu hjá hinu opinbera. Takist þingmönnum ekki að semja um útgjöld fyrir þetta ár myndi það lama stjórnkerfið í Bandaríkjunum. Það gæti jafnvel verið enn erfiðara fyrir þingmenn að ná saman um einhverja málamiðlun þar sem bæði forseta- og þingkosningar í nóvember verða fljótlega í brennidepli. Maya MaxGuineas, forseti eftirlitsnefndar um ábyrg alríkisfjárlög, kallaði 34 þúsund milljarða skuldatöluna „sannarlega niðurdrepandi afrek“ vegna ráðamanna sem skortir vilja til að taka erfiðar ákvarðanir í ríkisfjármálum. arir@mbl.is