Tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson leiðir börn og fjölskyldur í hlustunarratleik um Hörpu á laugardag undir yfirskriftinni „Hvaðan kemur tónlistin?“ „Farið verður í gegnum hina ýmsu króka og kima, tónleikasali og ganga Hörpu í skemmtilegri leit að…

Tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson leiðir börn og fjölskyldur í hlustunarratleik um Hörpu á laugardag undir yfirskriftinni „Hvaðan kemur tónlistin?“ „Farið verður í gegnum hina ýmsu króka og kima, tónleikasali og ganga Hörpu í skemmtilegri leit að tónlistarfólki sem felur sig hér og þar,“ eins og segir í kynningu.

Hlustunarratleikurinn hefst við Hljóðhimna kl. 11 og aftur kl. 13. Auk Más taka þátt í viðburðinum þau Yasney Rojano og Kristófer Rodriguez Svönuson. Aðgangur er ókeypis en bóka þarf miða á vef Hörpu eða Tix.is. Viðburðurinn er aðgengilegur öllum og sérstaklega útfærður fyrir sjónskerta og blinda. Hann fer fram á íslensku og ensku en hægt verður að spyrja spurninga á spænsku.