Hvítur á leik
Hvítur á leik
1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. Bg5 g6 4. e3 Bg7 5. Rbd2 0-0 6. Bd3 b6 7. c3 Bb7 8. Dc2 Rbd7 9. h4 h5 10. Hg1 De8 11. Bf4 c5 12. Re5 cxd4 13. exd4 Rxe5 14. dxe5 Rg4 15. Rf3 e6 16. De2 Da4 17. Rd4 f6 Staðan kom upp á Íslandsmótinu í atskák sem fram fór í…

1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. Bg5 g6 4. e3 Bg7 5. Rbd2 0-0 6. Bd3 b6 7. c3 Bb7 8. Dc2 Rbd7 9. h4 h5 10. Hg1 De8 11. Bf4 c5 12. Re5 cxd4 13. exd4 Rxe5 14. dxe5 Rg4 15. Rf3 e6 16. De2 Da4 17. Rd4 f6

Staðan kom upp á Íslandsmótinu í atskák sem fram fór í árslok 2023 í Bankanum vinnustofu á Selfossi en CAD-bræður sáu um mótið með styrk frá Kaffi Krús og Tómasi Þóroddssyni. Alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2.421) hafði hvítt gegn Davíð Kolka (1.850). 18. Bb5! Da5 19. Rb3! og svartur gafst upp enda drottningin að falla í valinn. Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 7. janúar kl. 13.00 en tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Teflt verður á sunnudögum og á miðvikudögum og lýkur mótinu sunnudaginn 4. febrúar. Nánari upplýsingar um mótið sem og önnur skákmót hér á landi má finna á skak.is.