Jón Gissurarson óskar félögum sínum á Boðnarmiði gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir það gamla: Lítum yfir liðið ár ljúf og kát í sinni, þó að ógni írafár allri veröldinni. Árið nýja verðum við vermd af ljóðabrunni, einnig mun það gefa grið gömlu ferskeytlunni

Jón Gissurarson óskar félögum sínum á Boðnarmiði gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir það gamla:

Lítum yfir liðið ár

ljúf og kát í sinni,

þó að ógni írafár

allri veröldinni.

Árið nýja verðum við

vermd af ljóðabrunni,

einnig mun það gefa grið

gömlu ferskeytlunni.

Ingólfur Ómar Ármannsson bætti við:

Lífið brosir bjart við mér

bögu reifur kyrja.

Þegar nýja árið er

aðeins rétt að byrja.

Gunnar J. Straumland er á svipuðum nótum:

Morgunfagur máni skín,

minni sagan vefur.

Nýjan brag og nýja sýn

nýársdagur gefur.

Hallmundur Kristinsson yrkir:

Lengi dags til lands og sjós

lífsins bárur rísa.

Er þetta ekki ansi góð

áramótavísa?

Ekki gott ef satt er – limra eftir Jóhann S. Hannesson:

Það er ekki andskotalaust

hvað undarlegt fólk er í haust;

jafnvel biskupinn kvað

sjást með klámmyndablað

og kyrjandi popplög við raust.

Limra eftir Kristján Karlsson:

Guðmundur bóndi á Gnípu

var gleyptur af mýrisnípu

fyrir kunnuglegt ávarp

og óþarfa smákarp.

Lát þetta í þína pípu.

Úr Sjöundu Davíðsbók Haraldssonar:

Et böðullinn Hafliða hjó

á höggstokk og maðurinn dó

rak fólkið upp org

í felmtran og sorg

og grátklökkt en höfuðið hló.

Árni Jónsson Stóra-Hamri orti:

Öslaði gnoðin, beljaði boðinn,

blikaði voðin, kári söng,

stýrið gelti, aldan elti,

inn sér hellti á borðin löng.

Bóndi missti ráðskonu sína. Þórarinn í Kílakoti í Kelduhverfi orti:

Stormar blása, bliknar rós,

brotnar unn á söndum.

Bragi í Ási digra drós

dró úr Gunnars höndum.Við gil sem er kennt við kiðað kvonbænum sá ég Hall.„Já,“ sagði Jóna viðJarpkollupollafjall.Öfugmælavísan:Göngutófu grönnu hárgerðu í net að skubba,búðu til úr blýi flár,en beyki þunnt í kubba.Halldór Blöndal